Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. júní. 2012 06:45

Borgarbyggð ekki tekið ákvörðun um áfrýjun

Í síðasta Skessuhorni var frétt um niðurstöðu Héraðsdóms Vesturlands í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka, þar sem bankinn var sýknaður af kröfu sveitarfélagsins. Í framhaldi af fréttinni þykir rétt að fram komi að Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar segir að sveitarstjórn hafi ákveðið að höfða mál á hendur bankanum vorið 2011, eftir að niðurstaða beggja aðila málsins var að láta dómstóla kveða úr um ágreining. Ágreiningurinn var varðandi það hvort lán sem Borgarbyggð tók árið 2006 hjá Sparisjóði Mýrasýslu hafi falið í sér óheimila gengistryggingu. Þegar málið var höfðað stóð það í rúmum 360 milljónum.

Eftir að svokallaður Mótormaxdómur féll í júní 2011 hafi náðst samkomulag milli sveitarfélagsins og bankans að gengistryggingin hefði verið óheimil og við það lækkaði höfuðstóll lánsins niður í 211 milljónir. Páll segir byggðarráð Borgarbyggðar samt hafa ákveðið að draga málið ekki til baka og vildi láta á það reyna hvort upphaflegir vextir yrðu reiknaðir á lánið í stað seðlabankavaxta. Niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands var að svo skildi ekki vera og sé sú niðurstaða á skjön við dóm sem féll fyrr á þessu ári. Það rökstyðji héraðsdómur m.a. með því að Borgarbyggð sé opinber aðili, en í niðurstöðu dómsins segir „Loks verður litið til þess að stefnandi er opinber aðili og að ekki þykir sá aðstöðumunur aðila fyrir hendi hér að efni séu til þess að stefndi beri einn áhættuna af ólögmæti þess að binda lánasamninginn við gengi erlendra gjaldmiðla.” Páll segir að byggðarráð Borgarbyggðar hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort það áfrýi niðurstöðu Héraðsdóms Vesturlands í máli þessu til Hæstaréttar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is