Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. júní. 2012 11:05

Vargur veldur usla í lundavarpinu í Knarrarnesi

Minkar og tófur hafa undanfarna daga látið greipar sópa í lundavarpinu í Knarrarnesi á Mýrum. Eyjan er landföst á fjöru og kemst vargurinn þá auðveldlega út. Töluvert hefur verið fundist af dauðum fugli að undanförnu.  Birgir Hauksson minka- og tófubani var nýverið á ferð í eyjunni. „Þarna er allt fullt af mink og verður að segjast að það er afleiðing af sinnuleysi sveitarfélagins við að halda varginum í skefjun,“ segir Birgir. Hann segir búið að drepa tvo minka í eyjunni á liðnum dögum og líklega séu a.m.k. þrír eftir og sennilega einnig ungar að vaxa upp í grenjum sem minkurinn hefur valið sér, enda mikið af lundaholum sem auðvelt er fyrir minkinn að yfirtaka sem greni. Birgir segir erfitt að eiga við að vinna á minknum enda allt sundurgrafið eftir lundann og miklir ranghalar neðanjarðar sem þeir geti ferðast eftir. Þar að auki sé allt að fyllast af hvönn sem geri það enn erfiðara að finna varginn. Birgir segir hætt við að mjög illa fari í eyjunni ef ekki náist að finna alla minkana sem þar halda til.

 

 

 

Rúnar Ragnarsson, einn af eigendum Knarrarness, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að sveitarstjórn Borgarbyggðar hafi brugðist lögbundnu hlutverki sínu sem felist í því að halda mink og annarri óværu í skefjum. Sveitarfélagið hafi skorið alltof mikið niður í þessum málaflokki og nú sé ástandið orðið óviðunandi. Því sé löngu tímabært að fá þetta mál í umræðuna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is