Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júní. 2012 06:45

Markaþurrð hjá Skagakonum

Þrátt fyrir góða spilamennsku hefur byrjunin ekki verið góð hjá liði ÍA í 1. deild kvenna á Íslandsmótinu. Eftir afburðargengi ÍA í vetur eru Skagakonur með fjögur stig eftir jafnmarga leiki og er liðið um miðja deild.

Skagastúlkur mættu Þrótti á Valbjarnarvelli sl. föstudagskvöld og töpuðu leiknum 0:1. Þróttarar skoruðu úr hraðupphlaupi þegar tæp mínúta var liðin af leiknum. ÍA var mun betra liðið í leiknum en Skagakonur áttu sem fyrr í erfiðleikum með að skapa sér marktækifæri og markaþurrð hefur einkennt leiki liðins í vor.

„Þetta hefur verið svona í leikjunum hjá okkur undanfarið. Stelpurnar hafa spilað alveg jafn vel og í vetur þegar þær skoruðu mörkin sem til þurftu til að vinna leikina,” segir Elvar Grétarsson þjálfari meistaraflokks kvenna. Hann segir að fullur hugur sé í Skagakonum að sækja þrjú stig austur á Hornafjörð þegar leikið verður gegn Sindra nk. laugardag. Öll liðin í riðlinum hafa tapað stigum nú í upphafi mótsins, en Sindri er eins og er efstur á stigatöflunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is