Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júní. 2012 10:09

Anna Þorvaldsdóttir hlýtur Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

Tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir frá Borgarnesi hefur hlotið Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2012 fyrir tónververk sitt Dreymi. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars um verk Önnu: „Með verkinu Dreymi skipar Anna Þorvaldsdóttir sér sess í norrænni hljómsveitarhefð sem sækir tóna sína bæði í raftónlist og náttúruhljóma norrænnar þjóðlagatónlistar. Hljómarnir eru gerðir jafn nákvæmlega og fínlegur útsaumur. En verkið er ef til vill einstakt vegna þess í því nær höfundurinn að byggja upp og þróa mikla tónlist á tíma sem virðist standa í stað. Verkið vex við hverja hlustun og vekur forvitni okkar og löngun til að heyra meira.“

 

Verðlaun Norðurlandaráðs er enn ein rósin í hnappagat Önnu. Hún hefur fengið margar viðurkenningar fyrir verk sín, til dæmis Íslensku tónlistaverðlaunin. Anna var í viðtali í Skessuhorn í janúar og þar sagði hún meðal annars um tónsmíðar sínar: „Náttúran er hin fullkomna hönnun svo það er gott að leita til hennar eftir innblæstri og hugmyndum um það hvernig hægt er að vinna með mismunandi tónefni og hljóð. Auðvitað er þetta alltsaman huglæg vinna, en leitin er í formi samspils þess sem kemur að innan og áhrifanna að utan. Það finnst mér spennandi að vinna með.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is