Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júní. 2012 06:45

Lagabreytingar hafa verri áhrif á minni útgerðir

Fiskmarkaður Íslands fékk IFS ráðgjöf til þess að vinna skýrslu um hugsanleg áhrif fyrirliggjandi frumvarpa um stjórn fiskveiða og auðlindagjalds á starfsemi fiskmarkaða á íslandi, ásamt almennum áhrifum. Páll Ingólfsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands segir niðurstöður skýrslunnar uggvænlegar fyrir starfsemi íslenskra fiskmarkaða og segir að áhrifin virðast vera hvað mest og neikvæðust á þann útgerðarflokk sem hefur brauðfætt íslenska fiskmarkaði til þessa, það er lítil útgerðarfélög sem ekki hafa vinnslu samhliða veiðum.

 

 

 

 

Inn í auðlindarentuna samkvæmt frumvarpinu um veiðigjöld reiknast virðisauki sem verður til í fiskvinnslu. Útgerðarfélög sem eingöngu veiða fisk munu því taka á sig álögur sem tengjast ekki þeirra rekstri. Skattlagningin er byggð á meðalafkomu greinarinnar og segir í skýrslunni að meðaltal sé ekki nægilega góður mælikvarði á afkomu greinarinnar. Þar sem bæði séu stór og lítil fyrirtæki í sjávarútvegi og allar líkur á því að rekstraafkoma margra fyrirtækja verði lakari en meðaltalsins. Einnig segir í skýrslunni sem IFS gerði fyrir FMÍ að hækkun auðlindaskatts muni væntanlega þvinga fyrirtæki til að sameinast og því auka samþjöppun í greininni. Minni fyrirtæki virðast vera skuldsettari að jafnaði og segir í skýrslunni að útgerðarfélögum sem þurfi að fara í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu muni fjölga töluvert við upptöku auðlindaskattsins.

Þá er einnig talið líklegt að sá kvóti sem ætlaður sé til útleigu muni ekki verða leigður af þeim fyrirtækjum sem njóti alls virðisaukans og séu með bæði vinnslu og útgerð. FMÍ muni því ekki fá þennan kvóta til sölu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is