Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2012 01:01

Afdalamenn sigruðu hetjur hafsins

Þau stórtíðindi urðu í Reykjavíkurhöfn um helgina þegar Kappróðrarfélag Skallagríms gerði sér lítið fyrir og sigraði í kappróðri á Hátíð hafsins í Reykjavíkurhöfn og setti jafnframt nýtt hraðamet. Það sem er helst merkilegt við sigurinn að liðsmenn eru flestir afdalamenn úr Borgarfirði og Dölum, og reyndar Þjórsárdal.

Liðsmenn kappróðrarfélagsins hafa allir tengingu við Borgarfjörðinn með einum eða öðrum hætti en þeir eru: Héðinn Unnsteinsson Borgnesingur, Símon Sigvaldason fyrrum þjálfari kvennaliðs Skallagríms í fótbolta, Einar Örn Sigurdórsson tengdasonur Davíðs á Arnbjargarlæk, Aðalsteinn Davíðsson sonur sama Davíðs, Hrafnkell Á. Proppé stundum kallaður tengdasonur Borgarness, Kolbeinn Proppé fyrrum blaðamaður Skessuhorns og Hólmfríður Sveinsdóttir sem var formaður á bátnum og fékk að eigin sögn ómælda útrás og gleði við að garga á sex stæðilega karla.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is