Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júní. 2012 03:01

Var með 9,7 í meðaleinkunn

Skessuhorn sagði frá stærstu útskrift í sögu Fjölbrautaskóla Snæfellinga í síðustu viku en alls voru 26 nemendur brautskráðir að þessu sinni. Berglind Gunnarsdóttir frá Stykkishólmi, sem lauk stúdentsprófi á þremur árum, var meðal þeirra en hún hlaut viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi en meðaleinkunn hennar var 9,7. „Þetta kom mér skemmtilega á óvart en ég var ekki búin að reikna þetta út sjálf,“ sagði Berglind þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar í síðustu viku. „Ég var búin að vera mjög dugleg í skólanum en ég get ekki sagt að ég hafi beint stefnt að þessu. Síðustu önnina mína í FSN einbeitti ég mér aðallega að því að ná að klára framhaldsprófið í píanó sem ég lauk í apríl, en mætingin í skólann varð heldur léleg fyrir vikið. Ég fékk einmitt sömu einkunn fyrir píanóprófið mitt og ég endaði með í meðaleinkunn í skólanum, sem var skemmtileg tilviljun.“ En hver er lykillinn að velgengninni að mati Berglindar? „Lykillinn er held ég að hafa bara nóg að gera því þá skipuleggur maður tímann svo vel,“ segir Berglind en ásamt því að taka framhaldsprófið í píanó í vetur hefur hún einnig verið á fullu í körfuboltanum með Snæfelli, bæði í unglingaflokki og meistaraflokki.

 

Nánar er rætt við hina efnilegu Berglindi Gunnarsdóttur í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is