Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2012 03:38

Ég fór í ýmsu ótroðnar slóðir

Í minningu margra tengist Hreðavatnsskáli í Borgarfirði hressileika og gleði. Kannski er það ekki síst vegna Hreðavatnsvalsins sem Svavar Lárusson var höfundur að og stúlkan með lævirkjaröddina Erla Þorsteinsdóttir gerði frægt á plötunni „Svona var “ 1952. Á þessum tíma voru einmitt haldin fræg böll í Hreðavatnsskála, ekki síst eftir að þau Leópold Jóhannesson og Olga Sigurðardóttir tóku við rekstri skálans. Nokkrum árum áður en þau Leópold og Olga komu í Norðurárdalinn fæddist þeim elsta barnið sitt, Jóhanna, nánar tiltekið 3. maí 1956, og Sigurður fæddist svo ári síðar. Jóhanna, sem hefur á tímabilum ævinnar fetað leið foreldra sinna í ferðaþjónustunni, man ekki eftir flutningnum í Hreðavatnsskála en var sagt frá ýmsu sem gerðist þar áður.

Blaðamaður Skessuhorns átti fyrir síðustu helgi spjall við Jóhönnu í gistihúsinu Birtu á Akranesi sem hún var þá að opna. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem rekið er sumarhótel í heimavist Fjölbrautaskóla Vesturlands.

 

Jóhanna Leópoldsdóttir rifjar upp minningar frá lífshlaupinu í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is