Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2012 03:38

Ég fór í ýmsu ótroðnar slóðir

Í minningu margra tengist Hreðavatnsskáli í Borgarfirði hressileika og gleði. Kannski er það ekki síst vegna Hreðavatnsvalsins sem Svavar Lárusson var höfundur að og stúlkan með lævirkjaröddina Erla Þorsteinsdóttir gerði frægt á plötunni „Svona var “ 1952. Á þessum tíma voru einmitt haldin fræg böll í Hreðavatnsskála, ekki síst eftir að þau Leópold Jóhannesson og Olga Sigurðardóttir tóku við rekstri skálans. Nokkrum árum áður en þau Leópold og Olga komu í Norðurárdalinn fæddist þeim elsta barnið sitt, Jóhanna, nánar tiltekið 3. maí 1956, og Sigurður fæddist svo ári síðar. Jóhanna, sem hefur á tímabilum ævinnar fetað leið foreldra sinna í ferðaþjónustunni, man ekki eftir flutningnum í Hreðavatnsskála en var sagt frá ýmsu sem gerðist þar áður.

Blaðamaður Skessuhorns átti fyrir síðustu helgi spjall við Jóhönnu í gistihúsinu Birtu á Akranesi sem hún var þá að opna. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem rekið er sumarhótel í heimavist Fjölbrautaskóla Vesturlands.

 

Jóhanna Leópoldsdóttir rifjar upp minningar frá lífshlaupinu í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is