Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júní. 2012 11:01

IsNord tónlistarhátíðin um helgina

IsNord tónlistarhátíðin verður haldin í Borgarfirði um næstu helgi, föstudaginn 8. og laugardaginn 9. júní. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er lokaatriði hennar verður reyndar á sumarsólstöðum, fimmtudaginn 21. júní næstkomandi. Þá mun karlakórinn Söngbræður syngja í Álftanesi á Mýrum lög um sumar og sól.

Hátíðin hefst í Reykholtskirkju á föstudagskvöldið kl. 20.30 með tónleikum Gissurar Páls Gissurarsonar tenórs og Árna Heiðars Karlssonar píanóleikara. Þeir flytja íslensk sönglög úr ýmsum áttum. Gissur þarf vart að kynna fyrir íslenskum áheyrendum en hann hefur farið á kostum undanfarið í La Boheme í Íslensku óperunni og sem einsöngvari með kórum, svo sem Karlakórnum Fóstbræðrum. Árni hefur bæði bakgrunn í klassík og jazz og hefur m.a. gefið út tvo geisladiska með eigin tónlist.

 

 

 

 

Á laugardeginum klukkan 16 verða tónleikar í Borgarneskirkju þar sem Jónína Erna Arnardóttir og Morten Fagerli flytja fjórhent píanóperlur frá Noregi og Íslandi. M.a. flytja þau norska dansa eftir Grieg og fjórhenta útgáfu af Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfsson sem sjaldan heyrist. Einnig munu þau flytja einleiksverk. Jónína og Morten námu tónlist við Grieg akademiet í Noregi fyrir fimmtán árum. Þau hafa síðan komið fram á ótal tónleikum en eru nú að spila saman fjórhent í fyrsta sinn.

Sem fyrr er Jónína Erna framkvæmdastjóri hátíðarinnar og með henni starfar að undirbúningi hennar, annar Borgfirðingur, Margrét Guðjónsdóttir. Jónína segir að nú horfi til þess að norræna samstarfið í kringum hátíðina sé aftur að lifna eftir hrun. Aðgangseyrir á tónleikana er 2.000 kr. Allar nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðunni isnord.is og facebook síðu hátíðarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is