Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2012 08:28

Norsku sementi landað á Akranesi

Segja má að tímamót séu í sögu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi í dag þegar stórt flutningaskip liggur við sementsbryggjuna á Skaganum og landar þar norsku sementi. Síðustu sementstonnin voru framleidd í Sementsverksmiðjunni í febrúarmánuði og verður að teljast nær öruggt að framleiðslu þar sé endanlega lokið, þrátt fyrir að forráðamenn verksmiðjunnar hafi ekki útilokað það með öllu. Eins og komið hefur fram í fréttum hrundi sala á sementi í kjölfar bankahrunsins. Síðasta ár var það lélegasta í sögu verksmiðjunnar á Akranesi þegar einungis voru seld 32 þúsund tonn, sem er um fjórðungur afkastagetunnar og tæpur þriðjungur af sementsölu í eðlilegu árferði. Salan árið 2007 var 153 þúsund tonn þannig að óhætt er að tala um hrun því á þessu ári er áætlað að selja um 40 þúsund tonn. Starfsmenn Sementsverksmiðjunnar eru nú 12 en voru um 190 þegar þeir voru flestir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is