Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júní. 2012 08:01

Aðalfundur Starfsgreinasambandsins í dag

Í dag verður haldinn formannafundur á vegum Starfsgreina- sambandsins á Gamla Kaupfélaginu Akranesi. Þetta er fyrsti formannafundur SGS samkvæmt nýju skipulagi sambandsins sem samþykkt var á framhaldsþingi sambandsins í byrjun maí. Þar voru samþykktar umtalsverðar breytingar á stjórnskipulagi, hlutverki og starfsemi þingsins. Breytingarnar voru tilraun til þess að lægja þær deilur sem hafa staðið á milli aðildarfélaga um nokkurn tíma. Að auki voru samþykktar fjórar reglugerðir sem ætlað er að styrkja starfsemi félagsins, efla upplýsingamiðlun og skilgreina verkaskiptingu milli aðildarfélaga og sambandsins.

Á dagskrá fundarins eru þó nokkur mál. Formenn aðildarfélaga fara yfir helstu verkefni sem félögin eru að vinna, verkaskipting innan SGS skilgreind og ný stefna ASÍ í lífeyrismálum rædd svo dæmi séu tekin. Að sögn Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness verða lífeyrismálin og allt sem viðkemur þeim hans helstu áherslur fyrir fundinn. En Verkalýðsfélagið hefur gert þó nokkrar athugasemdir vegna stefnu ASÍ í sambandi við lífeyrissjóðina.

,,Það er mat VLFA að félagsmenn okkar eigi að geta valið sér lífeyrissjóð enda eru lífeyrissjóðirnir afar misjafnlega reknir og örorkubyrði þeirra mismunandi,” segir Vilhjálmur, en það er eitt af málunum sem hann stefnir á að ræða á föstudaginn næstkomandi. ,,Jöfnun lífeyrisréttinda þarf að hefjast á því að allir njóti bakárbyrgðar ríkisins en ekki einungis fáir útvaldir. Það er að mati félagsins brot á jafnræðisreglu að félagsmenn innan ASÍ skuli ekki njóta bakábyrgðar eins og félagsmenn BSRB þó báðir starfi hjá ríkinu. Það á að vera skýlaus krafa hjá verkalýðshreyfingunni að krefjast jöfnunar fyrir opinbera starfsmenn hvað varðar bakábyrgðina og ef það ekki næst í gegn þá eiga aðildarfélög ASÍ að neita að ganga frá kjarasamningi fyrir umrædda starfsmenn þannig að þeir flytjist sjálfkrafa yfir til BSRB og njóti þessara réttinda. Okkar mat er að fara eigi fram allsherjar könnun á meðal félagsmanna innan ASÍ um þetta viðamikla mál sem lífeyrismálin eru. Það er grunnforsenda að það ríki sátt á meðal hins almenna sjóðsfélaga um stefnu í þessum málum,” segir Vilhjálmur. Á fundinn mæta formenn allra stéttar- og verkalýðsfélaga innan SGS en félögin eru 19 og dreifð um land allt, en félagsmenn þeirra rúmlega 50 þúsund manns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is