Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júní. 2012 12:34

Á tófuveiðum í nátthaganum

Nýverið sögðum við frá því hér í Skessuhorni að Gísli bóndi á Álftavatni í Staðarsveit skaut tófu sem gerði sig heimakomna innanum lambféð á heimatúninu. En sambærileg dæmi er víðar að finna á Vesturlandi. Á Hvammi í Norðurárdal hefur tófu farið mikið fjölgandi á undanförnum árum. Í sauðburðinum í vor skaut Þórður Smári Sverrisson í Hvammi sjö tófur skammt frá fjárhúsunum. Á meðfylgjandi mynd eru fimm af þeim, sem allar voru skotnar sömu nóttina. Eftir það hafa tvær til þrjár tófur til viðbótar verið gaggandi í nágrenni bæjarins en ekki til þeirra náðst enn.

Sverrir Guðmundsson bóndi í Hvammi hefur áhyggjur af þróuninni. Hann segir að eftir að dró úr tófuveiðiskap Þorvaldar Jósefssonar frá Sveinatungu hafi lágfótu fjölgað gríðarlega í ofanverðum Norðurárdal og hefur það haft mikið að segja um fuglalíf á svæðinu. Nú heyrist vart lengur í mófuglum. Þá kveðst Sverrir ekki hafa heyrt í einum einasta rjúpnakarra í vor, en þeir séu venjulega nokkrir sem láti vel í sér heyra á hverju vori í nágrenni bæjarins í Hvammi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is