08. júní. 2012 12:45
Hafrannsóknarstofnun kynnti í morgun ráðgjöf um nýtingu veiðistofna á næsta fiskveiðiári, sem byrjar 1. september. Hafró leggur til að þorskkvótinn verði aukinn í 196 þúsund tonn úr 160 þúsund tonnum sem hann er á þessu fiskveiðiári. Hins vegar leggur stofnunin til að kvóti á ýsu verði 18 þúsund tonnum minni í ár en í fyrra.
Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir að þorskstofninn hafi ekki verið stærri um árabil, hrygningarstofnar séu að vaxa verulega eftir að hafa verið í lægð um árabil. Sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunar þykir vaxtar hins vegar ekki gæta nægjanlega í ýsustofninum og vilja þess vegna draga úr veiðum til að freista þess að styrkja stofninn.