Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júní. 2012 01:30

Stórsteypa við Reykjadalsá

Í dag er verið að steypa dekk brúarinnar yfir Reykjadalsá skammt frá Kleppjárnsreykjum, en bygging brúarinnar er stærsta verkefnið í vegagerð á Vesturlandi á þessu ári. Steypuvinnan byrjaði um sex leytið í morgun og reiknaði Sigurður Hallur Sigurðsson yfirsmiður við brúarsmíðina með að steypuvinnunni yrði lokið á sjötta tímanum í dag. Brúin er 40 metra löng og tíu metra breið, með átta og hálfs metra akbrautum, og leysir hún af hólmi einbreiða afar mjóa brú sem fyrir löngu var komin til ára sinna. Í dekk brúarinnar fara 240 rúmmetrar af steypu, sem eru um 35 ferðir með steypuna frá steypustöð Loftorku í Borgarnesi. Það er múraragengi frá Gösla, Ágústi Guðmundssyni, í Borgarfirði sem sér um að ganga frá yfirborði steypunnar í brúardekkinu.

 

 

 

 

Brúarvinnuflokkurinn, sem er frá Hvammstanga og skipaður átta mönnum auk ráðskonu, byrjaði framkvæmdir við brúna 16. febrúar í vetur. Sigurður Hallur yfirbrúarsmiður sagðist reikna með að frágangangi yrði lokið um næstu mánaðamót. Hins vegar er ljóst að bið verður á því að umferð verði hleypt á nýju brúna, þar sem að ekki er ennþá búið að bjóða út vegtengingar að brúnni, en útboð á því verki mun vera í undirbúningi hjá Vegagerðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is