Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júní. 2012 10:48

Skagamenn úr leik í Bikarkeppninni

ÍA er úr leik í Borgunarbikarnum, Bikarkeppni KSÍ, eftir 2:1 tap gegn KR-ingum í 32-liða úrslitunum í kvöld. Fjölmargir áhorfendur mættu á Akranesvöll  og sáu fjörlegustu byrjun í leik Skagamanna á þessu sumri. Þrátt fyrir að heimamenn sóttu grimmt fyrstu 20 mínútur leiksins og Fjalar Þorgeirsson markvörður KR þyrfti oft að grípa inn í, var ÍA 2:0 undir þegar þessi  tími var liðinn af leiknum. Dofri Snorrason braust upp hægri kantinn á 4. mínútu og sendi góðan bolta inn í teiginn á Atla Sigurjónsson sem  skaut boltanum í stöng og inn. Á 20. mínútu geystist svo Óskar Örn Hauksson upp kantinn vinstra megin, lék á tvo Skagamenn og skaut boltanum í fjær hornið framhjá Páli Gísla í marki Skagamanna. KR-ingar voru svo betra liðið fram að leikhléinu án þess að stórvægileg tíðindi gerðust. Skagamenn urðu á þeim tíma að gera tvær breytingar. Mark Doningar og Kári Ársælsson fóru meiddir af velli og inn komu Dean Martin og Andri Geir Alexandersson.

ÍA var mun betra liðið í seinni hálfleiknum og sótti linnulítið að marki KR-inga. Skagamenn lögðu allt í sölurnar og undir lokin var Ármann Smári Björnsson færður úr vörninni í framlínuna. Barátta heimamanna bar árangur á 87. mínútu þegar Andri Adolphson var felldur í vítateignum. Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði af öryggi úr vítinu og minnkaði muninn í 1:2. Lengra komust Skagamenn ekki þrátt fyrir að sækja grimmt allt til leiksloka. Þeir eru því úr leik og það eru KR-ingar sem fara í 16-liða úrslitin. Vesturbæingar náðu þar með að hefna tapsins fyrir ÍA í annarri umferð Pepsídeildarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is