10. júní. 2012 12:10
Fyrri vikunni í kynbótasýningunni á Miðfossum í Andakíl lauk síðastliðinn föstudag en rúmlega fjögur hundruð hross eru skráð á sýninguna. Þetta er trúlega stærsta kynbótasýning sem haldin hefur verið á Vesturlandi en dómar byrja svo aftur á mánudaginn og verða alla næstu viku. Mörg góð hross voru á sýningunni og eftir fyrri vikuna eru 44 hross komin með fyrstu verðlaun en 19 hross náðu lágmörkum inn á Landsmót.