Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2012 11:16

Líflegt Skessuhornsmót í fótbolta

Eftir um áratugar hlé var Skessuhornsmótið í knattspyrnu endurvakið og fór það fram á Borgarnesvelli sl. fimmtudagskvöld. Sex lið voru skráð til leiks og komu þau víða að, m.a. úr Búðardal, Hvalfjarðarsveit og þá voru nokkrir leikmenn á mótinu frá Akranesi. Mótið fór hið besta fram í blíðskaparveðri. Stemning á mótsstað var mjög góð og leikgleðin í fyrirrúmi. Það var liðið Viktor and old boy´s sem bar sigur úr bítum, en það er skipað ungum og frískum strákum úr Borgarnesi. Margir skemmtilegir taktar sáust á mótinu og til dæmis ljóst að stutt gæti verið í að Hvalfjarðarsveit eignist frambærilegt deildarlið. Búðdælingar gerðu það gott að mæta með lið sem skipað var ungum strákum. Þá má ekki gleyma liði Skessuhorns sem stóð fyrir sínu á mótinu og ógnaði mörgum sterkari liðanna, en það endaði þó í næstneðsta sæti með fjögur stig.

Í Skessuhornsliðinu voru elstu menn mótsins. Þar fór fremstur í flokki markahrókurinn Garðar Jónsson sem engu hefur gleymt. Hann skoraði alls sjö mörk og bráðabirgðatölur um markahæstu menn segja að hann hafi verið markakóngur mótsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is