Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2012 11:50

Sláttur hafinn á nokkrum bæjum í Borgarfirði

Bændur á nokkrum bæjum í Borgarfirði og Hvalfjarðarsveit hófu slátt um liðna helgi og nýttu þurrkinn sem einkennt hefur veðráttuna síðustu daga. Í uppsveitum Borgarfjarðar má nefna bændur á Steindórsstöðum og Norður Reykjum sem hófu slátt síðasta laugardag og í Hvalfjarðarsveit hófst sláttur á nágrannajörðunum Kjaransstöðum og Vestra Reyni sama dag og í Belgsholti á sunnudaginn. Að sögn þeirra bænda sem rætt hefur verið við er spretta þokkaleg en þó er þurrkur nokkuð farinn að draga úr sprettu. Á sunnanverðu Snæfellsnesi virðist hafa rignt heldur meira en í Borgarfirði og lofar spretta jafnvel á sendnum túnum eins og í Kolbeinsstaðahreppnum býsna góðu. Síðasta laugardag þegar blaðamaður ók um Snæfellsnesið sást þó ekki til bænda við slátt.

 

 

 

 

 

Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna og bóndi á Vestra Reyni sagði ágæta sprettu þar sem hann hafi byrjað slátt á laugardaginn, á nýrækt og snemmábornum túnum. Sagði hann útlit fyrir veðurbreytingu um næstu helgi og því ætlaði hann og fleiri kúabændur að nýta þurrkinn næstu daga. „Það er aldrei að vita hversu langt verður í næsta þurrk ef hann leggst í suðvestanátt og því er um að gera að nýta góða tíð til heyskapar þar sem eitthvað er sprottið,“ sagði Haraldur í samtali við Skessuhorn sl. mánudagsmorgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is