Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2012 02:43

Þéttbýlisstaðir í Reykholtsdal vatnslausir

Neysluvatnslaust er nú á þéttbýlisstöðunum Reykholti og Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Af þeim sökum er byrjað að aka vatni á tankbíl Slökkviliðs Borgarbyggðar frá vatnslögn sem liggur úr Hreðavatni, en vatnið er tekið úr lögninni í landi Munaðarness og ekið með það í safntank ofan við byggðina í Reykholti. Samkvæmt heimildum Skessuhorns var í gær ekið með 56 þúsund lítra af vatni og er haldið áfram með aksturinn í dag. Meðfylgjandi mynd sendi íbúi í Reykholti af vatni í baðvaski hjá sér í gær og er það eins og sjá má litað og ekki hæft til drykkjar.

 

 

 

 

 

Það er Orkuveita Reykjavíkur sem á undanförnum árum hefur unnið að varanlegri lausn í neysluvatnsmálum þessara tveggja þéttbýlisstaða. Að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðarráðs Borgarbyggðar er staða þeirra mála þannig hjá OR að fyrir mitt ár 2013 er áætlað að búið verði að tengja vatnsuppsprettuna í landi Steindórsstaða, vestan við Rauðsgil, við veitukerfið í Reykholti, en sú uppspretta er talin skila um níu sekúndulítrum af ágætu neysluvatni. Verkið verður á næstu 12 mánuðum unnið í tveimur áföngum. Í þeim fyrri verður gengið frá dælumannvirkjum en í þeim síðari verður lögn lögð úr landi Steindórsstaða og í Reykholt. Unnið er að útvegum leyfa til lagningar vatnslagnarinnar hjá hlutaðeigandi landeigendum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is