11. júní. 2012 03:59
Í dag var dregið í 16 liða úrslit í Bikarkeppni KSÍ. Skagakonur drógust á móti Pepsídeildarliði Aftureldingar. Meðal annarra leikja má nefna að bikarmeistarar Vals hefja titilvörnina gegn Hetti á Egilsstöðum. Leikið verður í 16-liða úrslitum föstudaginn 29. júní og laugardaginn 30. júní. Einnig var dregið í 16-liða úrslit karla. Samkvæmt þeim drætti virðast Víkingar Ólafsvík hafa talsverða möguleika að komast langt í keppninni, það er að segja ef þeim tekst að leggja Eyjamenn á Ólafsvíkurvelli á þriðjudagskvöldið, en það er eini leikurinn sem eftir er í 32-liða úrslitum. Sigurvegar í þeirri viðureign fær heimaleik gegn 1. deildarliði Hattar á Egilsstöðum. Aðrir athyglisverðir leikir í 16-liða úrslitum karla er að bikarmeistarar KR, sem slógu Skagamenn út í 32-liða úrslitum, fá Breiðablik í heimsókn. Leikirnir í 16 liða úrslitum karla fara fram mánudaginn 25. júní og þriðjudaginn 26. júní.