15. júní. 2012 08:02
Kristinn Soffanías Rúnarsson er fæddur árið 1981 á St. Fransisku spítala í Stykkishólmi og er uppalinn í Grundarfirði. Blaðamaður Skessuhorns hitti hann og spurði hann út í hvað hann hefði verið að gera í gegnum tíðina og hvað hann væri að gera í sumar. Eftir grunnskólann fór Soffi eins og hann er alltaf kallaður til Reykjavíkur í nám. „Ég fór sextán ára í skóla í Reykjavík. Þar svaf ég í þrjár annir í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Ég hafði ekki mikinn áhuga á þessu námi og fór að vinna í litlu tölvufyrirtæki í Reykjavík. Þegar ég var 19 ára fór ég aftur í Grundarfjörð og varð háseti á bátnum Sóley úr Grundarfirði. Þar vann ég í fimm ár. Eftir það vann ég í tvö ár í tölvufyrirtæki í Grundarfirði. Þaðan var ég ráðinn til fyrirtækisins EJS í Reykjavík. Þar vann ég í fjögur ár. Í tvö ár hef ég unnið hjá Thor datacenter. Núna er ég svo að vinna hjá fyrirtækinu Green Qloud, sem er tölvufyrirtæki. Svo er ég í raun í fjögurra mánaða sumarfríi frá þeim á meðan ég er að vinna hjá Ocean Safari.“
Nánar er rætt við Soffa í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær