13. júní. 2012 12:31
Norðurálsmótið er haldið á Akranesi um helgina en það er knattspyrnumót fyrir tápmikla stráka í 7. flokki, sem koma til að skemmta sér í leik og keppni. Í ár hafa 144 lið skráð sig til leiks frá alls 27 félögum. Reiknað er með að yfir 6.000 manns verði gestkomandi á Akranesi vegna mótsins og því liggur nærri að íbúafjöldi bæjarins tvöfaldist þá daga sem mótið stendur en íbúar á Akranesi eru nú um 6.600 talsins.