Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júní. 2012 04:01

Hollvinasamtök Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls stofnuð

Þriðjudaginn 12. júní síðastliðinn var stofnfundur Hollvinasamtaka Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls haldinn í veitingahúsinu Gilinu í Ólafsvík. Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar var fundarstjóri. Megintilgangur samtakanna er að vera bakhjarl þjóðgarðsins og styðja við hann í hinum ýmsu málum. „Við horfum til hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðs, vinir Vatnajökuls, þeir hafa verið að gera flotta hluti þar og við vonum að við getum gert ámóta hluti hér,“ segir Kristinn Jónasson í samtali við Skessuhorn.

Á fundinum voru samþykkt lög félagsins ásamt því að Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar ávarpaði fundinn. Þórður Ólafsson framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs sagði frá reynslu þjóðgarðsins af hollvinasamtökum og Sæmundur Kristjánsson í Rifi sagði frá hinstu ferð Jóhannesar Helgasonar tréskurðarmeistara á Hellnum. Í fyrstu stjórn félagsins eru: Sturla Böðvarsson formaður, Gyða Steinsdóttir bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, Gísli Ólafsson bæjarfulltrúi Grundarfjarðarbæjar, Guðbjartur Gunnarsson oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps og Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is