14. júní. 2012 03:30
Meðlimir í Lionsklúbbi Grundarfjarðar afhentu Fjölbrautaskóla Snæfellinga á dögunum 400.000 krónur til kaupa á sviði. Sviðið mun koma til með að nýtast til ýmissa athafna eins og útskriftar skólans og annarra viðburða í skólalífinu. Í fréttatilkynningu frá skólanum er Lionsklúbbi Grundarfjarðar þakkað fyrir þessa rausnarlegu gjöf en meðfylgjandi mynd tók Tómas Freyr Kristjánsson, ljósmyndari Skessuhorns, við tilefnið.