14. júní. 2012 09:03
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins liggur nú við bryggju í Grundarfirði. Skipið, sem ber nafnið Silver Explorer, kom í fjörðinn um kl. 6.20 í morgun og fóru um 120 farþegar í land og í rútuferð um Snæfellsnesið. Skipið er 6130 brúttótonn, 108 metra langt og 15,6 metrar á breidd. Meðfylgjandi mynd tók Sverrir Karlsson í morgun. Alls hafa 18 skip verið bókuð í Grundarfjörð í sumar sem er það mesta frá upphafi.