Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júní. 2012 10:56

Slökkviliðsstjóri hreykinn af sínum mönnum

Líkt og Skessuhorn hefur sagt frá kviknaði eldur í húsi að Borgarbraut 20 í Borgarnesi í nótt. Tilkynnt var um brunann kl. 03:50 og var Slökkvilið Borgarbyggðar komið á staðin fáeinum mínútum síðar. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og var slökkvistarfi lokið um kl. 04:40 að sögn Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra. Þrír íbúar hússins náðu að bjarga sér út úr brennandi húsinu áður en slökkvilið bar að garði, en á flóttanum slasaðist einn íbúinn, kona á þrítugsaldri, eftir að hafa stokkið út um gluggann. Konan var flutt með þyrlu á Landsspítalann í Reykjavík en ekki hafa fengist frekari fregnir af líðan hennar. Bjarni segir að slökkvistarf hafi gengið fljótt og vel. Aðkoman að húsinu hafi ekki verið góð þar sem það var í ljósum logum. Slökkviliðið hafi hins vegar sýnt snör handtök og kvaðst Bjarni hreykinn af frammistöðu sinna manna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is