Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júní. 2012 09:15

Slökkviútkall á Fellsenda

Slökkvilið Dalabyggðar lögregla og sjúkraflutningsmenn voru með viðbúnað í gærkveldi þegar útkall barst vegna reykjarlyktar og hugsanlegs elds í hjúkrunar- og dvalarheimilinu Fellsenda í Miðdölum. Þegar slökkvilið kom á vettvang sást hvergi eldur en við nánari skoðun kom í ljós að reykjarlyktina lagði upp úr niðurfalli utan dyra, þar sem starfsmenn fleygja gjarnan sígarettustubbum. Þurrkatíð að undanförnu er talin hafa skapað þarna íkveikjuhættu, en komin var glóð í stubbahauginn. Ekki þurfti nema eina fötu af vatni til að ljúka slökkvistörfum.

Til gamans má geta þess að gárungarnir í Dölunum gátu sér til um það í vetur þegar sýning þáttanna Heimsendir stóð yfir á Stöð 2, að Fellsendi væri fyrirmynd hjúkrunarstofnunarinnar í þáttunum, þótt heimilisfólk þar sé við mun betri andlega heilsu en fólkið í þáttunum. Heimilisfólk á Fellsenda kemur víða að af landinu og fyrir marga sem koma að heimsækja það er eins og að fara á heimsenda, að þeirra sögn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is