15. júní. 2012 01:34
Verkefni Slökkviliðs Grundarfjarðar eru mismunandi þessa dagana. Á milli þess sem þeir stunda æfingar og hefðbundin verkefni þurfa þeir líka að sinna þurrum og vatnsþyrstum umferðareyjum í Grundarfirði. Á myndinni eru feðgarnir Hrannar Óskarsson og Óskar Sigurðsson að væta í grasinu við Grundargötuna og nota til þess dælubíl slökkviliðsins. Það veitir ekkert af því í þessu þurrkatímabili sem við erum að ganga í gegnum þessa dagana.