18. júní. 2012 06:31
Landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar ræddi um ástand malarvega í sveitarfélaginu síðastliðinn föstudag. Telur nefndin óásættanlegt hve viðhald malarvega er lítið af hálfu Vegagerðarinnar. „Víða eru vegir hvorki rykbundnir né heflaðir í sveitarfélaginu. Afar erfitt er fyrir matvælaframleiðendur og ferðaþjónustuaðila að búa við þessar aðstæður. Ferðamenn sniðganga malarvegi í þessu ástandi eins og kostur er. Auk þess sem þetta hefur víðtæk áhrif á daglegt líf íbúa,“ segir í fundargerð um málið. Beindi nefndin því til sveitarstjórnar að beita sér í þessu máli.