Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júní. 2012 12:01

Ferna hjá Heimi Þór í Grundarfirði

Grundfirðingar tóku á móti Þrótti Vogum í gær, föstudagskvöldið 15. júní. Þetta var leikur sem átti að vera 26. maí síðastliðinn en var frestað þá vegna úrhellisrigningar. Það var kannski eins gott því að veðrið lék við bæjarbúa þetta föstudagskvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og náðu að skapa sér nokkur færi. Það var því þvert gegn gangi leiksins þegar að Þróttur Vogum nær skyndisókn og kemst í 1-0 á 17. mínútu. Þetta sló heimamenn aðeins út af laginu því að gestirnir fengu tvö dauðafæri með stuttu millibili en voru klaufar að nýta það ekki. Heimamenn hristu sig í gang aftur og komust betur inn í leikinn. Það var svo á 35. mínútu að Heimir Þór Ásgeirsson fær fyrirgjöf frá hægri vængnum og nær að koma stórutánni í boltann og í netið fór hann. Staðan því jöfn 1-1. Þannig var staðan í leikhlé. 

Í seinni hálfleik komu heimamenn í Grundarfirði grimmir til leiks því að það voru ekki liðnar nema tvær mínútur af hálfleiknum þegar að Heimir Þór Ásgeirsson sleppur innfyrir og setur boltann fram hjá varnarlausum markverði Þróttara og kemur Grundfirðingum í 2-1. Mikil stemning í stúkunni þegar þarna var komið við sögu. Þróttarar spýttu í lófanna og reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn. Það bar árangur á 55. mínútu þegar að þeir skora gott mark og jafna leikinn. Við þetta mótlæti efldust heimamenn til muna. Þeir tóku öll völd á vellinum og settu mikinn þunga í sóknina. Það voru ekki liðnar nema sex mínútur frá jöfnunarmarki Þróttara þegar að títt nefndur Heimir Þór Ásgeirsson fullkomnar þrennuna með stórglæsilegu marki upp í vinkilinn. Og aðeins fjórum mínútum eftir það eða á 66. mínútu fá heimamenn aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Predrag Milosavljevic stillti sér upp við boltann og skoraði gott mark beint úr aukaspyrnunni og staðan orðin 4-2 heimamönnum í vil. Þróttarar settu nú mikinn þunga í sóknina en sterk vörn heimamanna hélt þeim í skefjum. Það var svo á 90. mínútu að Heimir Þór er rifinn niður í teignum og dómarinn dæmir vítaspyrnu. Úr henni skoraði Heimir sjálfur og fullkomnaði því fernuna og gulltryggði heimamönnum stigin þrjú. 
Með þessum sigri lyftu Grundfirðingar sér upp í þriðja sætið í riðlinum. Það má svo geta þess að í byrjunarliði Grundfirðinga í þessum leik var Hilmar Orri Jóhannsson að spila sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Grundarfjarðar. Hilmar var einungis 14 ára og 361 daga gamall þegar að leikurinn fór fram. Hann stóð sig með mikilli prýði í leiknum.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is