Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. júní. 2012 11:22

Maður féll útbyrðis af báti á Borgarfirði en fannst eftir skamma leit

Sjóbjörgunarsveitir frá Brák í Borgarnesi, Ok í Reykholti, Björgunarfélagi Akraness og björgunarsveit frá höfuðborgarsvæðinu, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar, voru kölluð út laust fyrir klukkan tíu í kvöld vegna leitar af manni sem fallið hafði útbyrðis af litlum báti skammt frá Borgareyjum á Borgarfirði. Svo virðist sem bátnum, sem í voru karl og dóttir hans, hafi hvolft. Dóttirin náði að komast í land í eyju en til mannlauss bátsins sást frá Rauðanesi á Mýrum. Mikill viðbúnaður var hjá björgunarfólki á svæðinu en betur fór en á horfðist. Maðurinn fannst á lífi, en mjög kaldur, og var hífður um borð í þyrluna sem flutti hann rakleiðis á Landsspítalann í Fossvogi. Maðurinn virðist hafa borist nokkurra kílómetra leið í vesturátt með útfallsstraumum því hann finnst við Miðfjarðarsker, töluvert utar á Borgarfirði. Hæglætis veður var á svæðinu. Mikil mildi þykir að maðurinn hafi fundist svo fljótt sem raun ber vitni en hann var klæddur í samfesting með floteiginleika, en ekki eiginlegan sjógalla sem heldur hita á fólki. Einungis liðu um fimm korter frá því útkallið barst og þar til maðurinn var kominn um borð í þyrluna. Mikill viðbragðsflýtir björgunaraðila skipti sköpum að svo giftusamlega fór sem raun ber vitni. Maðurinn gengst nú undir skoðun á Landsspítalanum og eru ekki nánari fregnir af líðan hans í kvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is