Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júní. 2012 11:31

Víkingar á toppinn í fyrstu deildinni

Víkingar Ólafsvík skelltu sér á toppinn í 1. deildinni við hlið Þórsara á Akureyri með sigri á Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði. Víkingar léku þarna sinn besta leik í sumar að sögn Helga Kristjánssonar tíðindamanns, sem sagði Víkinga hafa verið miklu ákveðnara í alla bolta en þeir unnu leikinn 2:0.

Víkingur byrjuðu leikinn af krafti og voru miklu meira með boltann. Þeir urðu þó fyrir áfalli á 9.mín þegar Edin Beslija meiddist og varð að fara af velli. Þegar góður hálftími var liðinn af leiknum voru Víkingarnir í einni af sínum sóknarlotum. Boltinn gekk manna og kanta á milli. Skyndilega fékk Björn Pálsson boltann á miðjum velli vinstra megin og lék til hægri í átt að vítateignum. Rétt áður en hann nálgast teiginn lét hann frábært skot ríða af innanfótar með hægri. Boltinn barst upp í vindinn sem hafði smá aukist og skrúfast þaðan upp í hægra hornið útvið stöng. Þetta var eina markið í fyrri hálfleiknum.

Í seinni hálfleik héldu Víkingar áfram að sækja og opnaðist vörn Haukanna stundum upp á gátt. Haukarnir komust lítið áleiðis gegn sterkri miðju og vörn Víkinga. Á 66. mínútu fékk Torfi Karl Ólafsson boltann á miðjum vallarhelmingi. Torfi sendir boltann á hárréttu augnablik í gegnum varnarmúr Haukanna, þvert fyrir á Björn Pálsson sem fékk boltann rétt innan teigs og þrumaði honum af krafti í netið. Staðan var þar með orðin 2:0 og eftir markið sóttu Víkingarnir af krafti og freistuðu þess að bæta við marki. Það tókst ekki þrátt fyrir t.d. dauðafæri hjá Steinari Má Ragnarssyni og þetta urðu því lokatölurnar.

Víkingar eiga heimaleik í næstu umferð gegn Leikni úr Breiðholtinu. Sá leikur fer fram á Ólafsvíkurvelli nk. föstudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is