18. júní. 2012 11:40
Riffilskot fannst á íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum á Akranesi þar sem Norðurálsmót 7. flokks fór fram um helgina. Það var ljósmyndari Skessuhorns, Kolbrún Ingvarsdóttir, sem kom auga á skotið og kom því í hendur lögreglu. Í ljós kom að patrónan var heil og skotið því virkt, en það leit út fyrir að vera gamalt. Að sögn lögreglu á Akranesi er yfirleitt ekki hætta á ferðum þegar riffilskot eru annars vegar, til að sprengja þau þurfi mikið afl og mikinn vilja. Hins vegar sé það litið alvarlegum augum þegar slíkt er skilið eftir á víðavangi.