Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júní. 2012 12:30

Tveir Vestlendingar sæmdir fálkaorðu

Ellefu Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á lýðveldisdeginum 17. júní í gær. Þar á meðal voru tveir Vestlendingar, þeir Sæmundur Sigmundsson bifreiðastjóri frá Borgarnesi sem fékk riddarakross fyrir störf í þágu fólksflutninga og ferðaþjónustu og Halldór Þorgils Þórðarson tónlistarmaður og fyrrverandi skólastjóri Búðardal sem fékk riddarakross fyrir störf í þágu tónlistar og tónlistarmenntunar í heimabyggð.

 

 

Aðrir sem voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu voru:

Gissur Guðmundsson matreiðslumeistari og forseti Alþjóðasamtaka matreiðslumeistara, Reykjavík, riddarakross fyrir forystu í alþjóðasamtökum matreiðslumeistara og á vettvangi íslenskra matreiðslumeistara.

Gunnar Finnsson fyrrverandi varaframkvæmdastjóri og formaður Hollvina Grensásdeildar, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu endurhæfingar og heilbrigðismála.

Ingibjörg Björnsdóttir listdansari og fyrrverandi skólastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir brautryðjandastörf á vettvangi íslenskrar danslistar.

Jóhannes Einarsson fyrrverandi skólameistari, Hafnarfirði, riddarakross fyrir störf í þágu iðnmenntunar og verknáms.

Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir ritstörf og framlag til íslenskra bókmennta.

Ólafur Haralds Wallevik prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir

rannsóknir og þróun umhverfisvænna byggingarefna.

Sigríður Hafstað frá Tjörn, Svarfaðardal, riddarakross fyrir störf í þágu heimabyggðar, félagsmála og menningar.

Sigrún Helgadóttir líf- og umhverfisfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til umhverfismenntunar og náttúruverndar.

Þórdís Bergsdóttir forstöðumaður, forstöðumaður, Seyðisfirði, riddarakross fyrir framlag til ullariðnaðar og hönnunar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is