Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júní. 2012 02:17

Sveinn Arnar bæjarlistamaður Akraness

Við athöfn í þjóðhátíðardagskrá í Garðalundi á Akranesi sl. sunnudag var Sveinn Arnar Sæmundsson tilnefndur bæjarlistamaður næsta árið. Sveinn, sem er organisti og stjórnandi kóra Akraneskirkju, tekur við sem bæjarlistmaður af Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur sópransöngkonu sem hefur verið það síðasta árið. „Þetta er mikill heiður fyrir mig og kannski ekki síst kórinn okkar, sem er fjölmennur og fólk áhugsamt um það sem við erum að gera. Þetta er hvetjandi fyrir mig til að halda áfram að reyna að gera góða hluti,” segir Sveinn Arnar.

Aðspurður sagði Sveinn að vissulega hafi þetta komið honum svolítið á óvart. „Ég var svo sem ekkert með hugann við þetta en núna verð ég að fara að hugsa fyrir næsta ári. Það er þó fyrst á dagskránni að fara í gott sumarfrí og hlaða aðeins batteríin. Við erum náttúrlega nýkomin úr þessari vel heppnuðu ferð Kórs Akraneskirkju til Finnlands og Eistlands.”

 

 

 

 

Það eru að verða tíu ár síðan Sveinn Arnar réðst til starfa sem organisti og kórstjórnandi við Akraneskirkju. Hann er fæddur og uppalinn á Syðstu-Grund í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar byrjaði hann sem organisti og kórstjórnandi við kirkjurnar í Flugumýrar- og Miklabæjarsókn og var í afleysingastarfi við kirkjur á Akureyri áður en hann flutti til Akraness.

„Ég hef kunnað ákaflega vel við mig á Akranesi. Hef verið heppinn, á góða fjölskyldu og mikill fjölda góðs samstarfsfólks. Þetta er skemmtilegt starf og mikill fjöldi fólks sem starfar í kórunum,” segir Sveinn Arnar, en í Kór Akraneskirkju einum eru yfir fimmtíu. Einnig stjórnar hann Kammerkór Akraness, sem er hópur skipaður fólki úr kirkjukórnum. Þá er innan Akraneskirkju líka starfandi barnakór. Sveinn Arnar hefur sýnt tónlistarstarfinu í Akraneskirkju mikinn áhuga , m.a. í samstarfi við aðra staðið fyrir tónleikaröð á mánudagskvöldum einu sinni í mánuði að vetrinum sem heitir mánudagsmenning.

Frábært söngfólk

„Ég hef komið að mismunandi tónlistarverkefnum á Akranesi og var m.a. fenginn til að stýra karlakórnum Pung sem kom fram á þorrablóti Skagamanna í vetur og sló hressilega í gegn. Ég þakka fyrir þann mikla heiður sem mér er sýndur. Þó organistastarfið geti verið einmanalegt á köflum, þá er það sjaldnast í mínu tilfelli. Í kórunum mínum er frábært söngfólk og ekki síður góðir vinir mínir. Kórstarfið hefur vakið athygli kollega minna og ég verið spurður hvort allt þetta fína söngfólk sé héðan af Akranesi eða hvort ég þurfi að fá eitthvað af aðkomufólki til að fylla upp í hópinn og bæta. Starfsumhverfið mitt er afar vinalegt og þar á ég mínu góða samstarfsfólki mikið að þakka. Og síðast en ekki síst á ég góða eiginkonu og fjölskyldu sem styður við bakið á sveimhuga listamanni sem er kannski ekki alltaf tengdur við jörð,” sagði Sveinn Arnar að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is