Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2012 08:01

Straumleysi aðfararnótt föstudags hefur áhrif á veitukerfin

Rafmagnsleysi aðfararnótt föstudagsins í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar, Mýrasýslu og Snæfellsnesi mun einnig trufla aðra veitustarfsemi. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir að starfsfólk OR verði með aukinn viðbúnað vegna þessa enda muni rafmagnsleysið valda truflunum í rekstri veitukerfa á þessu svæði. Með fyrirbyggjandi aðgerðum er þó unnið að því að áhrif rafmagnsleysisins verði sem minnst. „Einkum er hætt við að truflun verði í rekstri vatnsveitu Borgfirðinga frá Grábrókarhrauni. Sjálfrennsli er í vatnsveitunni í Stykkishólmi og frá vatnsgeymi í Grundarfirði. Varaafl er fyrir hitaveituna frá Deildartunguhver. Í Skorradal má búast við truflun á rekstri hitaveitu. Starfsemi Orkuveitunnar á Akranesi verður með eðlilegum hætti en straumleysið nær ekki þangað.“ Loks varar OR íbúa við á þeim svæðum þar sem búast má við að kaldavatnsþrýstingur verði lægri en venjulega en ekki heitavatnslaust.

„Eru íbúar sérstaklega varaðir við að slysahætta getur skapast af því að heitara vatn komi úr krönum en venja er til, jafnvel úr hitastýrðum blöndunartækjum. Þetta á sérstaklega við íbúa Borgarness og Borgarfjarðar.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is