Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2012 10:01

Eldvarnir eru á ábyrgð húsráðenda

Í ljósi þeirra eldsvoða sem átt hafa sér stað á Vesturlandi í liðinni viku þá ræddi Skessuhorn við þá Bjarna Þorsteinsson, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Borgarbyggðar og Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, um eldvarnir. Báðir segja afar mikilvægt að koma því á framfæri að brunavarnir á heimilum séu alltaf á ábyrgð húseigenda og eftir atvikum húsráðenda. Íbúar þurfa því að vera á varðbergi gagnvart eldhættu, sérstaklega í eldri húsum, sem algengt var að einangra með auðbrenndum efnivið á borð við hálm, spæni og jafnvel reiðingi. Í timburhúsinu sem brann í Borgarnesi, sem var byggt árið 1906, var einmitt hálmur notaður til einangrunar í risinu.

 

 

 

Viðvörunarbúnaður sé í lagi

Að sögn slökkviliðsstjóranna, þá er brýnast af öllu að hafa viðvörunarbúnað í húsum í lagi. Hér vísa þeir til reykskynjaranna, sem sé bókstafleg lífsnauðsyn. „Fólk á að vera duglegt við að skipta um rafhlöður í reykskynjurum og ætti að gera það á sérstökum dögum á hverju ári. Til dæmis er góð regla að skipta um rafhlöður í upphafi jólaföstu,“ segir Bjarni og bætir því við að önnur góð þumalputtaregla sé að endurnýja reykskynjaranna sjálfa í mesta lagi á tíu ára fresti. Húseigendur ættu loks að prófa reglulega reykskynjara til að athuga virkni þeirra. Slökkvitæki eiga síðan að vera í hverju húsi og í stærri húsum á hverri hæð, eldvarnarteppi eiga að vera í eldhúsi og loks gasskynjari þar sem gas er notað til eldunar eða upphitunar.

 

Möguleiki verði til útgöngu á efri hæðum

Þráinn segir dæmin sanna að nauðsynlegt sé að í stærri húsum sé möguleiki fyrir hendi að fólk gæti flúið áfallalaust brennandi hús af efri hæðum. Í húsum eins og þeim sem urðu eldi að bráð í Borgarnesi og á Akranesi í vikunni væri til dæmis hægt að koma fyrir sérstökum fellistigum við glugga eða jafnvel keðjum með þrepum sem hægt væri að festa við gluggakistu. Með þessu væri hægt að koma í veg fyrir að fólk slasi sig við að flýja brennandi hús líkt og gerðist í Borgarnesi. Enginn vilji upplifa það að þurfa að stökkva út úr brennandi húsi og því betra að hafa vaðið fyrir neðan sig í öryggismálum. Eldurinn gerir sjaldnast boð á undan sér.

 

Þeir Bjarni og Þráinn benda á að hægt sé að fræðast um eldvarnir á heimasíðu Mannvirkjastofnunar, áður Brunamálastofnunar, mannvirkjastofnun.is. Hægt sé að nálgast eldvarnarbúnað á borð við reykskynjara og slökkvitæki í næstu byggingarverslun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is