Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2012 11:01

„Þarf alltaf að vera með nefið ofan í öllu“

„Það er nauðsynlegt að einbeita sér að því sem maður hefur áhuga á en ekki eingöngu því sem þykir praktískt,“ segir bloggarinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sem hóf nýlega að skrifa uppskriftir fyrir virta tímaritið Gestgjafann. „Einstakt tækifæri fyrir Gestgjafaaðdáanda eins og mig,“ segir hún, en áhugann á matargerð og bakstri fékk hún í arf frá móður sinni og ömmu. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Evu Laufey og ræddi við hana um matargerðina, stúdentapólitíkina sem hún hefur blandað sér í fyrir sunnan, flugþjónastarfið og flókna fjölskyldumynd hennar.

„Ég er á Vesturgötu 32, í litla húsinu,“ útskýrði Eva Laufey þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar í síðustu viku. Líkt og heimamenn þekkja standa tvö hús á þessari glæsilegu lóð við Vesturgötuna og er það aftara með sönnu minna, þó það verði vart kallað lítið. Fremra húsið er hins vegar hið sögufræga Haraldarhús en unnusti Evu Laufeyjar er barnabarnabarn Haralds Böðvarssonar kenndan við HB. „Komdu í bæinn,“ segir hin 23 ára húsfreyja og bíður blaðamanni upp á nýbakað brauð og nýuppáhellt kaffi áður en við hefjum okkar spjall. „Fyrir rúmu ári ákvað ég líkt og margir aðrir að byrja að blogga um hitt og þetta í eigin lífi. Þar sem ég hef mjög gaman af því að elda og baka voru flestar færslurnar ljósmyndir af bakstrinum og eldamennskunni. Þannig umbreyttist þetta hversdagslega blogg í matarblogg,“ segir Eva Laufey aðspurð um upphaf þessa ævintýris. „Ég kem úr fjölskyldu sem samanstendur af miklu matarfólki. Bæði mamma mín og amma elda og baka mjög mikið og hefur mamma einmitt gert það að starfi sínu. Hún leyfði okkur systkinunum alltaf að taka þátt í eldamennskunni svo það má segja að ég hafi heillast af henni á unga aldri.“

 

Lesa má skemmtilegt viðtal við Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttur á Akranesi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is