Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2012 06:30

Framkvæmdir við stíga á döfinni í Borgarnesi

Borgarbyggð hefur ráðstafað þremur milljónum króna til stígagerðar í Borgarnesi í ár. Framkvæmdir munu hefjast í sumar að sögn Jökuls Helgasonar forstöðumanns framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. Um er að ræða þrjú verkefni. Í fyrsta lagi verður borið ofan í stíg fyrir neðan Kveldúlfsgötu, meðfram Dílatangavík. Stígurinn liggur frá húsunum Kveldúfsgötu 15 og 17 til húsanna Kjartansgötu 25 og 27. Í öðru lagi verður borið ofan í stíg sem liggur um Vesturnes, frá íþróttasvæðinu á Skallagrímsvelli að Englendingavík. Stígurinn verður jafnframt breikkaður svo hann verði fær t.d. barnavögnum. Loks verður gerður stígur á grunni slóða frá enda Þórðargötu og niður fyrir kirkjugarðinn við Kveldúlfsgötu. Jökull segir að frekari stígagerð verði á döfinni í ár ef fjármagn fæst til verksins. Verið sé að skoða mögulega stígagerð frá leikskólanum Klettaborg að tjaldstæðinu á Granastöðum.

 

 

 

Stígur að Hamarsvelli, Vindási og Einkunnum bíður

Aðspurður um stöðu fyrirhugaðrar stígagerðar frá Bjargslandi, nyrst í Borgarnesi, að golfvellinum að Hamri sagði Jökull að þær fyrirætlanir bíði um sinn. Ekki væri vilji hjá landeigendum á Bjargi að fá í land sitt þann stíg sem Borgarbyggð hafði á prjónunum. Um er að ræða stíg sem liggja myndi í góðri fjarlægð frá þjóðvegi 1 og henta göngufólki jafnt sem hjólreiðafólki. Stígurinn myndi auk þess tengja betur hesthúsahverfið að Vindási og fólkvanginn í Einkunnum við umferð gangandi vegfarenda, auk þess sem öryggi vegfarenda yrði mun betur tryggt en nú er. Jökull segir að íbúar í Borgarnesi hafi sýnt stígagerðinni mikinn áhuga. Framkvæmdin yrði hins vegar dýr í framkvæmd enda er leiðin að Hamri um 1,5 km.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is