Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2012 09:01

Grasasnar Steinars Bergs gera plötuna Stutt í brosið

Út er komin platan Stutt í brosið með hljómsveitinni Grasösnunum. Það er Steinar Berg Ísleifsson, útgáfufrömuður og eigandi ferðaþjónustunnar í Fossatúni í Borgarfirði, sem stendur á bakvið plötuna, jafnt í tónlist sem og útgáfu. Að sögn Steinars þá eru Grasasnarnir afleiðing hrunsins 2008. Hann hafi keypt sér gítar veturinn eftir hrun, hafið á hann spil og þremur árum síðar haldið í stúdíó Sigurþórs Kristjánssonar í Borgarnesi, Gott hljóð, og prófað upptökur. Ýmislegt hafi leitt af þessu uppátæki og fyrr en varir urðu Grasasnarnir að veruleika á vettvangi stúdíósins. Ásamt Steinari Berg eru í Grasösnunum viss kjarni manna sem leikið hefur með hljómsveitum á Vesturlandi. Þetta eru Sigurþór Kristjánsson á trommur og slagverk, Halldór Hólm Kristjánsson á bassa, Gustav S. Guðmundsson og Gunnar Ringsted á gítar. Auk þeirra lögðu fjölmargir tónlistarmenn Grasösnum lið á plötunni, m.a. Jakob Frímann, Helgi P., Margrét Eir og Dan Cassidy.

 

 

 

Platan Stutt í brosið er stuttplata og er á henni að finna fimm lög úr ýmsum áttum, af meiði ensk/írskra þjóðlaga, frá bandaríska söngvaskáldinu John Prine og grasrótarsöngkonunni Cheryl Wheeler. Lögin eru skemmtileg útsett af hendi Grasasna og þeim fengin búningur með íslenskum heitum og textum. Steinar Berg hefur samið þrjá þeirra, Sunnlenska draumóra (Spanish Pipedream), Sólskinsbros (The Sunshine of You Smile) og Sólarmegin (Summerfly). Þegar borgfirsk augu brosa (When Irish Eyes Are Smiling) samdi Bjartmar Hannesson frá Norður-Reykjum í Hálsasveit og þá var ljóð Steins Steinarr, Ræfilskvæði, parað við enskt/írskt þjóðlag.

 

Upptökur laganna voru gerðar „live“ eins og það heitir, þ.e. söngur og hljóðfæraleikur var tekinn upp í einu. Grasasnarnir stefna að því að fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi. Í samtali við Skessuhorn sagði Steinar Berg að tónleikar væru í undirbúningi og bjóst hann við að þeir yrðu haldnir síðsumars. Platan er nú í dreifingu hjá fyrirtækinu Senu og bjóst Steinar við því að hún verði kominn í allar helstu verslanir frá og með mánudeginum 25. júní. Diskinn má meðal annars versla í Bónus í Borgarnesi og verslun Eymundsson á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is