Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júní. 2012 09:01

Kría guesthouse í Borgarnesi hefur verið opnað

Gistiheimilið Kría guesthouse í Kveldúlfsgötu 27 í Borgarnesi var opnað þann 1. júní sl. Eigendur og rekstraraðilar eru hjónin Margrét Grétarsdóttir og Bjarni Guðjónsson. Gistiheimilið er á neðri hæð hússins en þar er að auki hárgreiðslustofa Margrétar sem hún hefur rekið um árabil. Kría guesthouse hefur til boða sex gistirými í tveimur herbergjum og er annað sérstaklega hentugt fyrir stærri hóp gesta, til dæmis fjölskyldu. Eldhúsaðstaða er fyrir gesti, rúmgóð setustofa, stórt baðherbergi, heitur pottur á verönd og aðgangur að stærðar garði. Kveldúlfsgata 27 stendur á svokölluðum Dílatanga sem er yst í Kveldúlfsgötu. Frá Kríu guesthouse er því gott útsýni yfir Borgarvog og Mýrar og afar stutt í fjöru. Þar eru því kjöraðstæður fyrir gesti til að njóta umhverfisins við tangann til dæmis með því að skoða fjölbreytt fuglalífið á Borgarvogi. Nafn gistiheimilisins vísar einmitt til fuglalífsins við húsið, enda krían fastagestur á Dílatanga.

 

 

Gott aðgengi fyrir fatlaða

Að sögn Margrétar Grétarsdóttur þá hafa fyrstu gestirnir þegar mætt á svæðið og hefur þeim líkað aðstaðan vel. Nokkuð hefur verið um bókanir og því megi segja að reksturinn fari ágætlega af stað. Margrét vill vekja athygli á því að gott aðgengi sé fyrir fatlaða að gistiheimilinu. Slíkt aðgengi sé ekki á hverju strái og hafi nú þegar spurst til þess meðal ferðafólks. Kría guesthouse hefur opnað nýja heimasíðu, kriaguesthouse.is, en einnig má nálgast upplýsingar um gistiheimilið á Facebook síðu þess. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is