Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2012 02:01

Ríkið mokar í mann peningum

Ekki fer á milli mála að margt er misjafnt í þessu blessaða neyslusamfélagi sem við búum í. Fólk gerir til að mynda afskaplega misjafnar kröfur til lífsins og verðmætamatið er svo ólíkt að oft á tíðum virðist himinn og haf á milli. Sumir eru á sömu þúfunni allt sitt líf og neita sér um ýmiss lífsþægindi, meðan aðrir eru á eilífum þeytingi, vilja sjá sem mest af heiminum og geta ekki neitað sér um nokkurn skapaðan hlut. Eitthvað á þessum nótum var blaðamaður Skessuhorns að hugsa eftir að hafa heimsótt Val Guðmundsson bónda á Ketilsstöðum í Hörðudal. Ketilsstaðir kúra undir samnefndum hálsi skammt frá lítilli á sem heitir því sérstæða nafni Skruma. Blaðamaður hafði orð á því við Val, sem þarna býr með aldraðri móður sinni, að bæjarstæðið væri skemmtilegt. „Já, hér eins og annars staðar er gott í góðu veðri. Það getur þó verið talsvert aðfenni hérna og í leysingum yfir veturinn er ekkert sérstakt hér undir hálsinum,” sagði Valur.

 

 

 

Ekki frí einn einasta dag

Þegar blaðamaður spyr Val hvort það hafi aldrei komið til greina að fara eitthvað í burtu og leggja fyrir sig eitthvað annað en búskapinn, segist hann aldrei hafa hugsað út í það.

„Hver dagurinn af öðrum hefur liðið. Það hefur bara ekkert verið hugsað svoleiðis. Ég hef ekkert hugsað útfyrir túnfótinn eða landareignina, gert bara það sem hefur þurft að gera á heimilinu, ó já. Ef einhver þurfti að bregða sér frá þá gekk ég bara í verkin og er í því ennþá,” segir Valur.

 

Lesa má spjall við Val Guðmundsson bónda á Ketilsstöðum á Skógarströnd í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is