Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júní. 2012 06:44

Tilhlökkun að njóta þess sem lífið bíður upp á

Það eru eflaust sérstök tímamót þegar fólk líkur starfsævinni og sér fram á rólegri daga, þegar lítið annað þarf að hugsa fyrir en njóta þeirra gæða sem lífið hefur upp á að bjóða. Áreiðanlega eru þessi tímamót ekki síst skemmtileg fyrir konur sem í langan tíma unnu heimavið og sinntu húsmóðurhlutverkinu eingöngu. Júlíana Bjarnadóttir á Akranesi fór í það þegar börnin voru orðin stálpuð að vinna í leikskóla og síðan í framhaldi af því að starfa sem stuðningsfulltrúi við sérdeild Brekkubæjarskóla. Júlíana lét af störfum í Brekkubæjarskóla í vor, enda farin að nálgast eftirlaunaaldurinn. Blaðamaður Skessuhorns átti tal við Júlíönu á heimili hennar við Vallarbraut á Akranesi í síðustu viku þar sem hún naut góða veðursins á Skaganum.

 

 

 

 

Hjarta bæjarins

Júlíana segir að Akranes hafi ekki verið stór bær þegar hún fæddist 1946. „Foreldrar mínir, Bjarni Kristófersson og Guðrún Oddsdóttir áttu heima á Arnarstað, Vesturgötu 59 þegar ég fæddist og þar átti ég heima til níu ára aldurs. Arnarstaður er næsta hús við rakarastofuna hans Hinna og þar bjuggu þrjár kynslóðir, amma og afi á hæðinni, mamma og pabbi með þrjú börn í risinu og frænka mín með eitt barn í kjallaranum. Þarna rétt hjá er gamli iðnskólinn og þar við var leiksvæði þar sem við krakkarnir vorum gjarnan í útileikjum. Hinum megin var svo Merkurtúnið þar sem strákarnir voru í fótbolta. Á þessum árum voru margir með skepnur í skúrum heima hjá sér. Geiri á Bjargi var með kýr og við krakkarnir fengum að reka þær til beitar aðeins inn fyrir þar sem Brekkubæjarskóli er núna. Okkur fannst mjög skemmtilegt að vera kúasmalar.”

 

Lesa má fróðlegt viðtal við Júlíönu Bjarnadóttur á Akranesi í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is