Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2012 04:01

Ljóð í hverjum steini

Páll Guðmundsson á Húsafelli, höggmyndasmiður og listmálari, hefur komið víða við á listferli sem spannar nú meira en þrjá áratugi. Vandfundinn er sá listamaður sem stendur í nánara sambandi við íslenska náttúru en Páll, sem hefur gert landsvæðið í kringum Húsafell að lifandi og síbreytilegu listaverkinu. Tröll og forynjur gægjast upp úr vegarskvompum og þúfuskorningum og alls staða virðist bergið tilbúið að hvísla að gestum ævintýrum. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti Pál í liðinni viku og kynnti sér listsköpun hans og verkefni.

"Maður hefur stundum á tilfinningunni að Páll hafa aðgang að veröldum sem aðrir sjá ekki – eða hirða ekki um að sjá.

Hann tekur á móti blaðamanni í Húsafellskirkju, leikur þar nokkra tóna á eina af heimasmíðuðu steinhörpunum sínum. Í sveitakyrrðinni hljómar tónlistin tærar en innan um strætisvagna og rafeindadósir og ekki er verra þegar Bach bætist í hópinn. Tíminn hægir á sér.

 

Allir eiga tónar hljóðfæra Páls upptök í grjótinu og gróðrinum í kringum Húsafell. „Tónlistin hefur verið mikið ævintýri og falleg viðbót við listina,“ segir Páll og slær á nokkra birkilurka kunnuglega laglínu „Krummi svaf í klettagjá“, með ásláttarkjuða sem ber svipmót fuglsins í kvæðinu. Segja má að vart megi greina skilin á milli umhverfis og listar Páls; annað er hinu svo nátengt að hér rennur allt saman í eitt."

 

Nánar má lesa viðtal við Pál Guðmundsson á Húsafelli í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is