Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2012 10:01

Býr í gámi við Hellissand

Þegar keyrt er út fyrir Hellissand blasir við manni skrítin sýn neðan við veginn hjá Hvíta húsinu. Þar sést tuttugu feta gámur með áföstu hvítu tjaldi. Í gámi þessum býr Peter Lang, þýskur listmálari. Gámurinn er færanleg vinnustofa sem Peter lét útbúa fyrir sig, þar sem hann jafnframt býr. Peter Lang er landslags listmálari. Hann notast við tveggja fasa aðferð sem hann þróaði sjálfur þar sem hann málar abstrakt myndir af landslagi. Hann er frá Gleissenberg nálægt landamærum Þýskalands og Tékklands, sem er um 600 manna bær samkvæmt Peter.

 

 

 

Peter fékk vin sinn, arkitektinn Florian Nagler til að hanna fyrir sig færanlega vinnustofu sem er um 60 fermetrar að stærð. Peter segir: „Gámastærðir eru í raun það eina sem er sameiginlegt með öllum heiminum og því var gámur kjörinn fyrir vinnustofuna upp á flutninga.“ Gámurinn er þó ekki einungis vinnustofa heldur einnig heimili. Tjaldið safnar regnvatni sem fellur á það og í tjaldinu er kamína til upphitunar. „Ég vinn mikið með duft og fleiri efni sem geta verið svolítið subbuleg og því var svefnplássið í gámnum hannað þannig að því er hægt að loka og er í raun lofthelt. Þannig helst rúmið mitt hreint. Gámurinn hentaði líka vel við flutninga á málverkum mínum þegar þau eru fullkláruð. Ég mála mikið stórar myndir.“

 

Strigarnir sem Peter málar á eru margir mjög stórir og ekki hlaupið að flytja þá með hefðbundnum leiðum. Hann tók með sér 98 striga sem hann ætlar að mála á áður en hann fer aftur til Þýskalands og stærstu strigarnir sem Peter kom með eru 2,5m x 5,7m að stærð. Hann segir einnig að honum finnist skipta máli að vera á staðnum á meðan hann málar. Frekar en að mála eftir teikningum eða ljósmyndum. Það sé annar góður eiginleiki færanlegrar vinnustofu.

 

Lesa má athyglisvert viðtal við þýska listamanninn Peter Lang í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is