Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2012 11:42

Hert verður á vatnsveituframkvæmdum í Reykholti

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að hert verði á framkvæmdum við nýja vatnsveitu í Reykholti og vill leita allra leiða til að ljúka þeim fyrir árslok. Í þurrkum undanfarinna vikna hefur þurft að keyra vatni í miðlunartank við þéttbýliskjarnann. Þrátt fyrir það hefur vatnsskorts orðið vart. Málið var tekið upp á stjórnarfundi Orkuveitunnar fimmtudaginn 14. júní að frumkvæði áheyrnarfulltrúa Borgarbyggðar í stjórninni. Á fundinum gerði Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður byggðaráðs Borgarbyggðar, svofellda bókun:

„Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ítrekað lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu neysluvatnsmála í Reykholtsdal. Nú er enn eitt árið komin upp sú staða að vatnsskortur er á svæðinu samanber stöðuna undanfarna viku. Allt frá árinu 2006 hefur legið fyrir samningur á milli sveitarfélagsins og Orkuveitu Reykjavíkur um að fyrirtækið leggi nýja vatnsveitu í Reykholtsdal til að leysa úr þeim vandamálum með neysluvatn sem hafa verið viðloðandi á svæðinu um árabil.

Nú liggur fyrir að Orkuveita Reykjavíkur mun á þessu ári hefja framkvæmdir við nýja veitu sem á að vera tilbúin til notkunar sumarið 2013 samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið sendi út nú í vikunni. Það er afar brýnt að Orkuveitan sinni þessu verkefni af einurð og leyti allra leiða til þess að verkefnið klárist á árinu 2012 þannig að ekki komi til þess að íbúar í Reykholtsdal þurfi að líða fyrir skort á köldu vatni enn eitt árið. Samkvæmt fyrrgreindri tilkynningu sem send var út á framkvæmdum að vera lokið fyrir mitt ár 2013, í því ljósi að nú á árinu 2012 kemur upp vatnsskortur strax í byrjun júní er afar mikilvægt að allt verði gert til þess að framkvæmdum geti lokið sem fyrst og allra helst á yfirstandandi ári.“

 

Stjórn Orkuveitunnar tók undir þessar áhyggjur og beindi því til forstjóra að leita allra leiða til að ljúka framkvæmdum við vatnsveitu í Reykholtsdal í ár. Gengið hefur verið frá öllum nauðsynlegum leyfum frá einkaaðilum vegna lagningar nýrrar vatnsveitu í Reykholtsdal. Gott vatnsból hefur fundist í landi Steindórsstaða við Rauðsgil, hönnun mannvirkja er á lokastigi og útboð fyrirhugað á næstu vikum, segir í tilkynningu frá OR.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is