Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2012 11:42

Hert verður á vatnsveituframkvæmdum í Reykholti

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að hert verði á framkvæmdum við nýja vatnsveitu í Reykholti og vill leita allra leiða til að ljúka þeim fyrir árslok. Í þurrkum undanfarinna vikna hefur þurft að keyra vatni í miðlunartank við þéttbýliskjarnann. Þrátt fyrir það hefur vatnsskorts orðið vart. Málið var tekið upp á stjórnarfundi Orkuveitunnar fimmtudaginn 14. júní að frumkvæði áheyrnarfulltrúa Borgarbyggðar í stjórninni. Á fundinum gerði Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður byggðaráðs Borgarbyggðar, svofellda bókun:

„Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ítrekað lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu neysluvatnsmála í Reykholtsdal. Nú er enn eitt árið komin upp sú staða að vatnsskortur er á svæðinu samanber stöðuna undanfarna viku. Allt frá árinu 2006 hefur legið fyrir samningur á milli sveitarfélagsins og Orkuveitu Reykjavíkur um að fyrirtækið leggi nýja vatnsveitu í Reykholtsdal til að leysa úr þeim vandamálum með neysluvatn sem hafa verið viðloðandi á svæðinu um árabil.

Nú liggur fyrir að Orkuveita Reykjavíkur mun á þessu ári hefja framkvæmdir við nýja veitu sem á að vera tilbúin til notkunar sumarið 2013 samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið sendi út nú í vikunni. Það er afar brýnt að Orkuveitan sinni þessu verkefni af einurð og leyti allra leiða til þess að verkefnið klárist á árinu 2012 þannig að ekki komi til þess að íbúar í Reykholtsdal þurfi að líða fyrir skort á köldu vatni enn eitt árið. Samkvæmt fyrrgreindri tilkynningu sem send var út á framkvæmdum að vera lokið fyrir mitt ár 2013, í því ljósi að nú á árinu 2012 kemur upp vatnsskortur strax í byrjun júní er afar mikilvægt að allt verði gert til þess að framkvæmdum geti lokið sem fyrst og allra helst á yfirstandandi ári.“

 

Stjórn Orkuveitunnar tók undir þessar áhyggjur og beindi því til forstjóra að leita allra leiða til að ljúka framkvæmdum við vatnsveitu í Reykholtsdal í ár. Gengið hefur verið frá öllum nauðsynlegum leyfum frá einkaaðilum vegna lagningar nýrrar vatnsveitu í Reykholtsdal. Gott vatnsból hefur fundist í landi Steindórsstaða við Rauðsgil, hönnun mannvirkja er á lokastigi og útboð fyrirhugað á næstu vikum, segir í tilkynningu frá OR.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is