Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2012 12:55

Þóra á ferð um Vesturland

Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi gerði víðreisn um Vesturland í gær. Hóf hún daginn með viðkomu á Akranesi, fór þaðan á Grundartanga, í Borgarnes, Ólafsvík og Grundarfjörð. Með í för eru tveir til þrír starfsmenn, Svavar Halldórsson eiginmaður Þóru og dóttir þeirra nokkurra vikna gömul. Auk þess fylgdu þeim um þessa dagsferð á Vesturland fjöldi sjónvarpsmanna, m.a. frá BBC og RÚV. Þóra sagði í ávarpi sínu í Borgarnesi í gær að vissulega hefðu skoðanakannanir sýnt töluvert forskot sitjandi forseta, en hún yrði þess vör að sú þróun væri nú að snúast við. Fyndi hún fyrir meðbyr um þessar mundir og kvaðst vongóð um árangur. Á meðfylgjandi mynd eru Svavar Halldórsson sem heldur á lítilli dóttur þeirra, Þóra Arnórsdóttir og Stefán Gíslason sem stýrir kosningamiðstöðinni Þórustöðum í Borgarnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is