20. júní. 2012 02:32
Eins og fram hefur komið var Sæmundur Sigmundsson fyrrum sérleyfishafi í Borgarnesi í hópi þeirra sem fengu riddarakross í barminn á þjóðhátíðardaginn. Sæmundur fékk orðuna fyrir störf í þágu fólksflutninga og ferðaþjónustu og er vel að heiðrinum kominn. Sjálfsagt er misjafnt hvernig þeir sem þessa heiðurs verða aðnjótandi halda upp á daginn. Sumir velja vafalaust að halda veislu eða fara út að borða. Það gerði einmitt Sæmundur, sem brá sér hins vegar, ásamt Maríu dóttur sinni niður á BSÍ, hans aðra starfsstöð til áratuga, og fékk sér þar flatköku og Trópí í tilefni dagsins.
Til hamingju Sæmundur!