20. júní. 2012 03:59
Bakvörðurinn reyndi Guðjón Heiðar Sveinsson skrifaði í dag undir samning við Skagamenn sem gildir út árið 2013. Guðjón Heiðar kom aftur á Skagann sl. föstudag eftir að hafa dvalið við nám ásamt fjölskyldu sinn í Danmörku síðasta vetur. „Ég er mjög sáttur að vera kominn heim og hlakka til að leika aftur með Skagamönnum í sumar,” segir Guðjón sem verður í hópnum á móti Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld þegar liðin mætast í Pepsídeildinni.
Guðjón æfði ágætlega í vetur og auk þess síðustu vikurnar eftir æfingaprógrammi frá þjálfurum ÍA. „Ég æfði um tíma með liði þarna úti en það var lítil alvara yfir því þannig að ég ákvað að halda mér sjálfur í æfingu. Vonandi get ég farið að láta til mín taka að nýju í liði Skagamanna,” sagði Guðjón Heiðar í viðtali á heimasíðu ÍA.