Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2012 09:27

Lánlausir Skagamenn á Hlíðarenda

Skagamenn höfðu ekki lukkudísirnar með sér þegar þeir töpuðu 1:2 fyrir Val á Hlíðenda í gærkvöldi. Leikurinn var í áttundu umferð Pepsídeildarinnar og eftir hana er ÍA í þriðja sæti með 14 stig, þremur stigum á eftir FH sem er á toppnum og tveimur á eftir KR, en toppliðin riðu ekki feitum hesti úr umferðinni. FH náði einungis jafntefli gegn Stjörnunni á Kaplakrika og KR tapaði fyrir Breiðabliki í Kópavogi. Keppnin er að jafnast mjög og eru liðin í hnapp alveg niður í næstneðsta sæti þar sem Fram situr með sex stig, en Grindvíkingarnir eru neðstir með þrjú stig.

Valsmenn voru heldur betri í fyrri hálfleiknum gegn ÍA á Hlíðarenda og skoraði Rúnar Már Sigurjónsson mjög gott mark fyrir þá á 26. mínútu. Skagamenn voru síðan betra liðið í seinni hálfleiknum og þeim tókst að skora á 71. mínútu þegar Garðar Gunnlaugsson skallaði boltann í markið eftir góða fyrirgjöf frá Einari Loga Einarssyni, en þeir tveir voru meðal bestu manna ÍA í leiknum. Bæði lið gerðu tilkall til þess að taka öll stigin úr leiknum. Skagamenn fengu dæmda á sig afar umdeilda vítaspyrnu á 87. mínútu, einkum sökum þess að brotið hafði verið greinilega á Jóhannesi Karli á miðju vallarins áður. Rúnar Már skoraði af öryggi úr vítinu og kom þar með Val yfir að nýju. Skagamenn sóttu látlaust á lokamínútunum og gerðu tilkall til vítaspyrnu í viðbótartímanum fyrir bakhrindingu á Ármann Smára inni í teignum. Við því varð dómarinn ekki og Valssigur því niðurstaðan.

 

ÍA hefur einungis fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum og þarf nauðsynlega að fara að komast á sigurbraut á ný ætli liðið að halda sér í toppbaráttunni. Næsti leikur verður gegn toppliðinu í Pepsídeildinni, FH, á Akranesvelli laugardaginn 30.júní. Stutt hlé er nú á keppninni vegna 16-liða úrslista í Borgunarbikarnum, Bikarkeppni KSÍ.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is